Fagnaði frammistöðu Katrínar Tönju eins og þau hefðu unnið Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér komin í NOBULL keppnistreyjuna sem hún verður í á heimsleikunum í CrossFit í lok þessa mánaðar. Instagram/@katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok mánaðarins og ein af þeim sem vonast hvað mest til að það verði áhorfendur í stúkunni er íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi. CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi.
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira