Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 21:31 Grindvíkingar eru fyrstir til að taka stig af Fram í sumar. Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna. Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni. Lengjudeildin Fram Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni.
Lengjudeildin Fram Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira