Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 07:31 Khris Middleton kemur boltanum í körfuna. AP/Aaron Gash Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti