Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2021 07:06 Johnson er sagður munu tilkynna um alsherjarafléttingar á blaðamannafundi í dag. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira