Rúnar: Snérist um að verja markið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. júlí 2021 22:55 Rúnar var ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. „Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira