Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 10:09 Viktor Babariko mældist með mestan stuðning mótframbjóðenda Lúkasjenka áður en hann var handtekinn tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21