Reynsluboltinn Beitir og nýliðinn Árni Marinó magnaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 14:00 Beitir var magnaður gegn KA. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35
Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00
Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55