Harmleikjakóngur Bollywood er látinn Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2021 08:22 Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana. AP Indverski leikarinn Dilip Kumar, sem hefur verið kallaður Harmleikjakóngur Bollywood, er látinn. Hann lést í morgun, 98 ára að aldri. Kumar var sannkölluð goðsögn í heimi Bollywood, indverska kvikmyndaheimsins, og lék hann í rúmlega sextíu myndum á um hálfrar aldar leiklistarferli. Hann er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Devdas frá árinu 1955 og Mughal-e-Azam frá árinu 1960. Kumar var helsta stórstjarna gullaldar Bollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Kumar hafi verið heilsuveill um nokkurt skeið og mikið dvalið á sjúkrahúsi síðasta mánuðinn. Dilip Kumar hét Mohammed Yusuf Khan og fæddist í Peshawar, sem nú er í Pakistan, árið 1922. Hann tók upp listamannsnafnið Dilip Kumar þegar hann hóf leiklistarferilinn á fimmta áratugnum. Fjölmargir hafa minnst Kumar eftir að greint var frá andlátinu, þeirra á meðal Narendra Modi forsætisráðherra sem kallar hann „goðsögn í heimi kvikmynda“. Dilip Kumar Ji will be remembered as a cinematic legend. He was blessed with unparalleled brilliance, due to which audiences across generations were enthralled. His passing away is a loss to our cultural world. Condolences to his family, friends and innumerable admirers. RIP.— Narendra Modi (@narendramodi) July 7, 2021 Litlu munaði að hann yrði heimsþekktur árið 1962 þegar honum var boðið hlutverk Sherif Ali í stórmyndinni Arabíu-Lawrence. Hann hafnaði hins vegar hlutverkinu og féll það í hlut Egyptans Omar Sharif til að túlka persónuna Ali. Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana. Bíó og sjónvarp Indland Andlát Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kumar var sannkölluð goðsögn í heimi Bollywood, indverska kvikmyndaheimsins, og lék hann í rúmlega sextíu myndum á um hálfrar aldar leiklistarferli. Hann er þekktur fyrir stórmyndir á borð við Devdas frá árinu 1955 og Mughal-e-Azam frá árinu 1960. Kumar var helsta stórstjarna gullaldar Bollywood á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Kumar hafi verið heilsuveill um nokkurt skeið og mikið dvalið á sjúkrahúsi síðasta mánuðinn. Dilip Kumar hét Mohammed Yusuf Khan og fæddist í Peshawar, sem nú er í Pakistan, árið 1922. Hann tók upp listamannsnafnið Dilip Kumar þegar hann hóf leiklistarferilinn á fimmta áratugnum. Fjölmargir hafa minnst Kumar eftir að greint var frá andlátinu, þeirra á meðal Narendra Modi forsætisráðherra sem kallar hann „goðsögn í heimi kvikmynda“. Dilip Kumar Ji will be remembered as a cinematic legend. He was blessed with unparalleled brilliance, due to which audiences across generations were enthralled. His passing away is a loss to our cultural world. Condolences to his family, friends and innumerable admirers. RIP.— Narendra Modi (@narendramodi) July 7, 2021 Litlu munaði að hann yrði heimsþekktur árið 1962 þegar honum var boðið hlutverk Sherif Ali í stórmyndinni Arabíu-Lawrence. Hann hafnaði hins vegar hlutverkinu og féll það í hlut Egyptans Omar Sharif til að túlka persónuna Ali. Dilip Kumar birtist síðast í kvikmynd árið 1998 og hélt þá innreið sína í heim stjórnmála. Hann vann þá að friðarviðræðum milli Indverja og Pakistana.
Bíó og sjónvarp Indland Andlát Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp