Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2021 12:53 Þrír greindust með veiruna innanlands síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45