Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2021 11:46 Læknirinn var sviptur starfsleyfi í byrjun árs í fyrra. VÍSIR/ARNAR Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. Umfangsmesta rannsókn sem embætti landlæknis hefur ráðist í fór af stað í lok árs 2019 eftir ábendingar um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að læknirinn hefði framkvæmt tólf ónauðsynlegar skurðaðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Þá hafi hann framkvæmt 53 aðgerðir á þriggja mánaða tímabili á meðan aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu núll til tvær aðgerðir af sama toga. Athugasemdir voru gerðar við verklag læknisins í 22 af þessum aðgerðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknisembættisins um að svipta lækninn starfsleyfi sínu. Sjúkratryggingar Íslands kröfðu lækninn um endurgreiðslu á fjórum milljónum vegna greiðsla úr sjúkratryggingum sem áttu ekki rétt á sér að sögn Maríu Heimisdóttur forstjóra stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað bara afskaplega sorglegt og fyrst og fremst vegna þeirrar ógnar við öryggi sjúklinga sem þarna virðist hafa verið til staðar. Það er auðvitað þannig líka að þarna virðist hafa verið misfarið með almannafé og það er sömuleiðis alvarlegt en auðvitað er alvarleikinn í okkar augum fyrst og fremst ógn við öryggi sjúklinga sem þarna átti sér stað,“ segir María. Verið sé að skoða hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu hjá Sjúkratryggingum. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Heimildir fréttastofu herma að fyrst og fremst sé um að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Þá herma heimildir fréttastofu að læknirinn hafi ekki beitt nútíma læknisfræði í aðgerðum sínum. Hann hafi framkvæmt aðgerðir á ennis- og kynnholum á örfáum mínútum með aðferð sem hefur ekki verið viðurkennd í mörg ár. í dag eru slíkar aðgerðir framkvæmdar með sérstökum speglunarbúnaði, sem læknirinn notaðist ekki við, og taka að jafnaði um eina klukkustund. Aðgerðartíminn hjá lækninum hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. „Það gilda auðvitað ákveðnar reglur um aðferðafræðina sem beitt er og hvaða aðgerðir er hægt að fá endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands og það virðist vera að það hafi verið misbrestur á hvoru tveggja þarna,“ segir María. Einnig hafi læknirinn rukkað fyrir fegrunaraðgerðir. „Sem voru skráðar sem annars konar aðgerðir og innheimt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands, en við tökum auðvitað ekki þátt í kostnaði vegna fegrunaraðgerða,“ segir María. Í byrjun árs var sérstök eftirlitsdeild sett á laggirnar hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta mál sýnir enn og aftur hvað gott eftirlit skiptir miklu máli og við erum einmitt ný búin að stofna eftirlitsdeild sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt,“ segir María. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Umfangsmesta rannsókn sem embætti landlæknis hefur ráðist í fór af stað í lok árs 2019 eftir ábendingar um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að læknirinn hefði framkvæmt tólf ónauðsynlegar skurðaðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Þá hafi hann framkvæmt 53 aðgerðir á þriggja mánaða tímabili á meðan aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu núll til tvær aðgerðir af sama toga. Athugasemdir voru gerðar við verklag læknisins í 22 af þessum aðgerðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknisembættisins um að svipta lækninn starfsleyfi sínu. Sjúkratryggingar Íslands kröfðu lækninn um endurgreiðslu á fjórum milljónum vegna greiðsla úr sjúkratryggingum sem áttu ekki rétt á sér að sögn Maríu Heimisdóttur forstjóra stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað bara afskaplega sorglegt og fyrst og fremst vegna þeirrar ógnar við öryggi sjúklinga sem þarna virðist hafa verið til staðar. Það er auðvitað þannig líka að þarna virðist hafa verið misfarið með almannafé og það er sömuleiðis alvarlegt en auðvitað er alvarleikinn í okkar augum fyrst og fremst ógn við öryggi sjúklinga sem þarna átti sér stað,“ segir María. Verið sé að skoða hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu hjá Sjúkratryggingum. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Heimildir fréttastofu herma að fyrst og fremst sé um að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Þá herma heimildir fréttastofu að læknirinn hafi ekki beitt nútíma læknisfræði í aðgerðum sínum. Hann hafi framkvæmt aðgerðir á ennis- og kynnholum á örfáum mínútum með aðferð sem hefur ekki verið viðurkennd í mörg ár. í dag eru slíkar aðgerðir framkvæmdar með sérstökum speglunarbúnaði, sem læknirinn notaðist ekki við, og taka að jafnaði um eina klukkustund. Aðgerðartíminn hjá lækninum hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. „Það gilda auðvitað ákveðnar reglur um aðferðafræðina sem beitt er og hvaða aðgerðir er hægt að fá endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands og það virðist vera að það hafi verið misbrestur á hvoru tveggja þarna,“ segir María. Einnig hafi læknirinn rukkað fyrir fegrunaraðgerðir. „Sem voru skráðar sem annars konar aðgerðir og innheimt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands, en við tökum auðvitað ekki þátt í kostnaði vegna fegrunaraðgerða,“ segir María. Í byrjun árs var sérstök eftirlitsdeild sett á laggirnar hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta mál sýnir enn og aftur hvað gott eftirlit skiptir miklu máli og við erum einmitt ný búin að stofna eftirlitsdeild sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt,“ segir María.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43