Betra fyrir barnafólk Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. júlí 2021 12:32 Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun