„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2021 20:30 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. Heilt yfir vilja 46 prósent kjósenda að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram eftir kosningar í haust en um 54 prósent eru því mótfallin, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Þá eru rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir stuðning Framsóknarmanna við ríkisstjórnina ekki koma á óvart. „Hins vegar er það ekkert sérstakt kappsmál að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi, við erum að fara í kosningar óbundin í haust en það er auðvitað ákveðin viðurkenning á að þetta samstarf hafi gengið vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann vill ekki leggja mat á stöðuna innan VG. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að meta hvernig staðan er í baklandi einstakra flokka en það kemur mér ekki á óvart þessi stuðningur sem er í baklandi Framsóknarflokksins.“ Þannig að þú tekur ekki þennan lakari stuðning stuðningsmanna VG til þín? „Nei, alls ekki. Ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst stjórnarsáttmálinn upphaflega mjög vel samsettur af sjónarmiðum allra þessara þriggja flokka og ég held að við höfum spilað nokkuð vel úr því.“ Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Heilt yfir vilja 46 prósent kjósenda að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram eftir kosningar í haust en um 54 prósent eru því mótfallin, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Þá eru rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir stuðning Framsóknarmanna við ríkisstjórnina ekki koma á óvart. „Hins vegar er það ekkert sérstakt kappsmál að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi, við erum að fara í kosningar óbundin í haust en það er auðvitað ákveðin viðurkenning á að þetta samstarf hafi gengið vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann vill ekki leggja mat á stöðuna innan VG. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að meta hvernig staðan er í baklandi einstakra flokka en það kemur mér ekki á óvart þessi stuðningur sem er í baklandi Framsóknarflokksins.“ Þannig að þú tekur ekki þennan lakari stuðning stuðningsmanna VG til þín? „Nei, alls ekki. Ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst stjórnarsáttmálinn upphaflega mjög vel samsettur af sjónarmiðum allra þessara þriggja flokka og ég held að við höfum spilað nokkuð vel úr því.“
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44