Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast en þá munaði 29 stigum á liðunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 13:31 Pálmi Rafn skoraði tvívegis er KR tók á móti Keflavík haustið 2018. Vísir/Bára Dröfn KR og Keflavík mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið er í Frostaskjóli en síðast þegar liðin mættust þar munaði 29 stigum á liðunum. Staðan er töluvert öðruvísi í dag. Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann