Þrengja verulega að útgerð rafskúta í Osló Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 22:16 Rafskútuleigan Wind er sú eina sem gerir út bæði í Osló og í Reykjavík. Vísir/Aníta Osló er sú borg í Evrópu hvar flestar rafskútur eru á hvern íbúa. Nú stendur til að fækka þeim verulega. Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf. Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf.
Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira