Þrengja verulega að útgerð rafskúta í Osló Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 22:16 Rafskútuleigan Wind er sú eina sem gerir út bæði í Osló og í Reykjavík. Vísir/Aníta Osló er sú borg í Evrópu hvar flestar rafskútur eru á hvern íbúa. Nú stendur til að fækka þeim verulega. Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf. Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf.
Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“