Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 14:30 Raúl og Iker Casillas fögnuðu ófáum titlum með Real Madrid. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021 Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021
Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira