„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:30 Hulda hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. Úr einkasafni Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira