Furðuskrif um strandveiðar Arthur Bogason skrifar 20. júlí 2021 08:00 Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun