Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2021 21:16 Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar, sem hefur meira en nóg að gera að taka á móti ferðamönnum með sínu starfsfólki í Skálholti þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt. Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira