Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 17:36 Einn er inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Vísir/Vilhelm Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Farsóttarnefnd spítalans vegna þeirra stöðu sem nú er kominn upp hér á landi vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 538 einstaklingar í sóttkví hér á landi og 223 í einangrun. Á Landspítalanum liggur einn sjúklingur með Covid-19 en 220 manns eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni, þar af fimmtán börn. Fjórir starfsmenn spítalans eru í einangrun, fimm í sóttkví A og 115 í sóttkví C. Gripið hefur verið til ráðstafana innan spítalans til þess að minnka smithættu eins og mögulegt er en algjör grímuskylda er í gildi á meðal alls starfsfólks og allra þeirra sem eiga erindi inn á spítalann. Börn 12 ára og eldri skulu bera grímu. Þá þarf bólusett starfsfólk sem kemur hingað til lands frá útlöndum að fara í tvöfalda skimun með fimm daga vinnusóttkví á milli. Frá og með deginum í dag taka eftirfarandi reglur einnig gildi. Heimsóknir eru áfram á tilgreindum tímum en aðeins einn gestur má koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda eins og verið hefur. Börn undir 12 ára aldri ættu ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar. Sjá nánar um heimsóknir hér: Mælst er til þess að sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknadeildir í viðtöl, meðferðir eða rannsóknir komi einir nema brýna nauðsyn beri til og þá fylgi aðeins einn aðstandandi Leyfi inniliggjandi sjúklinga eru almennt ekki leyfð nema leyfi sé hluti af útskriftarundirbúningi eða lykilþáttur í endurhæfingu. Þá er eftirfarandi tilmælum beint til starfsfólks spítalans: Farsóttanefnd vill á þessum viðsjárverðu tímum mildilega beina þeim tilmælum til starfsfólks Landspítala að það gæti sín vel í samfélaginu; forðist fjölmenn mannamót, skemmtistaði, veislur og viðburði sem hafa oft leitt til mikillar dreifingar smits. Nú er rétti tíminn til að búa til „sumarkúlu“ og hafa það notalegt með sínum nánustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. 21. júlí 2021 15:29 Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. 21. júlí 2021 11:26 56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. 21. júlí 2021 10:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Farsóttarnefnd spítalans vegna þeirra stöðu sem nú er kominn upp hér á landi vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 538 einstaklingar í sóttkví hér á landi og 223 í einangrun. Á Landspítalanum liggur einn sjúklingur með Covid-19 en 220 manns eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni, þar af fimmtán börn. Fjórir starfsmenn spítalans eru í einangrun, fimm í sóttkví A og 115 í sóttkví C. Gripið hefur verið til ráðstafana innan spítalans til þess að minnka smithættu eins og mögulegt er en algjör grímuskylda er í gildi á meðal alls starfsfólks og allra þeirra sem eiga erindi inn á spítalann. Börn 12 ára og eldri skulu bera grímu. Þá þarf bólusett starfsfólk sem kemur hingað til lands frá útlöndum að fara í tvöfalda skimun með fimm daga vinnusóttkví á milli. Frá og með deginum í dag taka eftirfarandi reglur einnig gildi. Heimsóknir eru áfram á tilgreindum tímum en aðeins einn gestur má koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda eins og verið hefur. Börn undir 12 ára aldri ættu ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar. Sjá nánar um heimsóknir hér: Mælst er til þess að sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknadeildir í viðtöl, meðferðir eða rannsóknir komi einir nema brýna nauðsyn beri til og þá fylgi aðeins einn aðstandandi Leyfi inniliggjandi sjúklinga eru almennt ekki leyfð nema leyfi sé hluti af útskriftarundirbúningi eða lykilþáttur í endurhæfingu. Þá er eftirfarandi tilmælum beint til starfsfólks spítalans: Farsóttanefnd vill á þessum viðsjárverðu tímum mildilega beina þeim tilmælum til starfsfólks Landspítala að það gæti sín vel í samfélaginu; forðist fjölmenn mannamót, skemmtistaði, veislur og viðburði sem hafa oft leitt til mikillar dreifingar smits. Nú er rétti tíminn til að búa til „sumarkúlu“ og hafa það notalegt með sínum nánustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. 21. júlí 2021 15:29 Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. 21. júlí 2021 11:26 56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. 21. júlí 2021 10:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. 21. júlí 2021 15:29
Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05
Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36
Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. 21. júlí 2021 11:26
56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. 21. júlí 2021 10:56