Óbólusettur lagður inn á Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:50 Sjúklingurinn er yngri en sextugur, að sögn Runólfs. Vísir/vilhelm Óbólusettur sjúklingur með Covid-19 verður lagður inn á Landspítala í dag. Runólfur Pálsson yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta er það sem við höfum verið að tala um, við eigum von á því að fólk komi inn á spítalann og meðan þetta dreifist svona út þá eru óbólusettir í ákveðinni hættu, meiri hættu en aðrir má segja, og svo hinir sem hafa kannski ekki svarað bólusetningunni nægilega vel,“ segir Runólfur. Hann veit ekki hvernig veikindi viðkomandi sjúklings lýsa sér eða nánari tildrög á honum, utan þess að hann er ekki aldraður, yngri en sextugur. „Þessi kom til skoðunar en svo var ákveðið að leggja viðkomandi inn, því það þótti öruggara. Þannig að það verða þá tveir inniliggjandi frá og með deginum í dag,“ segir Runólfur. „Næstu dagar verða svona spái ég. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast þegar fjöldinn er svona mikill.“ Samkvæmt Covid.is eru 287 í einangrun með virkt smit á landinu. Um það bil fimm eru undir nánara eftirliti göngudeildar sem gætu þurft á innlögn að halda vegna veikinda. Einn var lagður inn í gær með lungnabólgu, fullbólusettur. Mbl.is greindi fyrst frá innlögninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir „Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10 Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Þetta er það sem við höfum verið að tala um, við eigum von á því að fólk komi inn á spítalann og meðan þetta dreifist svona út þá eru óbólusettir í ákveðinni hættu, meiri hættu en aðrir má segja, og svo hinir sem hafa kannski ekki svarað bólusetningunni nægilega vel,“ segir Runólfur. Hann veit ekki hvernig veikindi viðkomandi sjúklings lýsa sér eða nánari tildrög á honum, utan þess að hann er ekki aldraður, yngri en sextugur. „Þessi kom til skoðunar en svo var ákveðið að leggja viðkomandi inn, því það þótti öruggara. Þannig að það verða þá tveir inniliggjandi frá og með deginum í dag,“ segir Runólfur. „Næstu dagar verða svona spái ég. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast þegar fjöldinn er svona mikill.“ Samkvæmt Covid.is eru 287 í einangrun með virkt smit á landinu. Um það bil fimm eru undir nánara eftirliti göngudeildar sem gætu þurft á innlögn að halda vegna veikinda. Einn var lagður inn í gær með lungnabólgu, fullbólusettur. Mbl.is greindi fyrst frá innlögninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir „Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10 Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52
Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?