„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Snorri Másson skrifar 22. júlí 2021 23:30 Í dag eru tíu ár liðin síðan hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló voru framdar. Getty/Julia Wäschenbach Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
22. júlí 2011, við munum aldrei gleyma ykkur, var viðkvæðið í Noregi í dag. Þjóðin hefur varla um annað rætt en sameiginlega minninguna um þennan helsta sorgardag í sögu þjóðarinnar. Í fjölmiðlum þar er rætt við eftirlifendur árásanna sem segjast aldrei munu jafna sig, við aðstandendur sem segja að tíminn lækni ekki öll sár og við stjórnmálamenn, sem stóðu í stafni þegar þjóðin tókst á við áfallið á sínum tíma. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra landsins, segir 22. júlí 2011 hafa verið versta dag lífs síns. „Ódæðismaðurinn var hægriöfgamaður. Hann misnotaði kristin tákn. Hann ólst upp í okkar borgum, tilheyrði sömu trúarbrögðum og hafði sama húðlit og meirihluti fólks í þessu landi. Hann var einn af okkur,“ sagði Stoltenberg. „En hann var ekki einn af okkur, sem höfum lýðræðið í heiðri. Hann er einn þeirra sem telur sig eiga rétt á að drepa vegna pólitískra markmiða.“ Astrid Hoem, formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, sagði að ekki hefði tekist að stoppa hatrið sem olli árásinni á sínum tíma. „Við höfum ekki stöðvað hatrið. Öfgahægristefna er enn til. Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur,“ sagði Hoem. Orðalagið „einn af okkur“, sem forsætisráðherrann fyrrverandi og Astrid Hoem nota bæði, er ekki úr lausu lofti gripið heldur vísar það að sínu leyti til áhrifamikillar bókar blaðamannsins Åsne Seierstad um hryðjuverkamanninn, sem bar þennan titil. Þau voru að berjast fyrir hugsjón Fórnarlömb Breivik voru flest í ungliðahreyfingu Norska verkamannaflokksins. Árásirnar í Útey höfðu strax áhrif víða um heim, meðal annars innan íslenska systurflokksins, Samfylkingarinnar. „Ég hef farið í mjörg margar sumarbúðir og eftir þennan hrikalega atburð þá var auðvitað mikil hræðsla. Maður mætti samt, en það var hertari öryggisgæsla,“ segir Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna. Sigrún ávarpaði minningarathöfn við minningarlund í Vatnsmýrinni í dag, þar sem hún minnti eins og aðrir, á að hryðjuverkin hafi ekki verið framin í tómarúmi eða óvart, heldur hafi verið pólitísk og framin af öfgahægrimanni. „Bara aldrei gleyma þessum skelfilegu atburðum og þessari skelfilegu árás. Gleymum ekki þessum lífum, sem töpuðust þennan dag. Þau voru öll að berjast fyrir hugsjón,“ segir Sigrún.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Minnast hryðjuverkaárásanna í Útey og Osló í Vatnsmýri Tíu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló þar sem 77 féllu. Í tilefni þess hafa Ungir jafnaðarmenn í samstarfi við Norræna húsið skipulagt minningarathöfn sem fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri klukkan 16:30 í dag. 22. júlí 2021 13:09
Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53