Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur eytt síðustu dögum í Bandaríkjunum til að venjast aðstæðum. Instagram/@anniethorisdottir Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum. CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum.
CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira