Tónlistarmyndbandið sé stutt teiknimynd Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2021 14:06 Kristberg Gunnarsson er lagasmiðurinn en Björn Heimir Önundarson kvikarinn í nýju tónlistarmyndbandi. Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað. Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira