David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 10:01 David Winnie í viðtalinu í KR útvarpinu í gær. Skjámynd/Útvarp KR á fésbókinni KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi. KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR. Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR.
Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira