Liverpool grætt 120 milljónir á sölum úr akademíunni Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 07:01 Sölur á þeim ungu hjálpa til við að fjármagna styrkingu á aðalliðshópi félagsins. EPA-EFE/David Klein / POOL Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi á dögunum velska landsliðsmanninn Harry Wilson til Fulham fyrir 12 milljónir punda. Wilson spilaði ekki mínútu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en er á meðal nokkurra sem hafa skapað mikinn hagnað félagsins af unglingastarfinu. Aukin áhersla hefur verið á unglingastarf hjá Liverpool frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2010. Borið hefur meira á ungum leikmönnum í aðalliðshópi félagsins, svo sem Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Neco Williams, en ekki síður hefur Liverpool grætt á því að selja þá frá félaginu. James Pearce, íþróttafréttamaður hjá The Athletic sem sérhæfir sig í málefnum Liverpool, bendir á að félagið hefur selt leikmenn úr akademíu sinni, sem ýmist eru uppaldir frá barnsaldri eða fengnir til liðsins á unglingsaldri, fyrir 120 milljónir punda á síðustu fimm árum. The academy is certainly paying its way. Departure of Harry Wilson means over past 5 years #LFC have generated £120m in sales from youngsters they have either brought through the ranks or snapped up from other academies before taking them to next levelhttps://t.co/pzrgxM09hZ— James Pearce (@JamesPearceLFC) July 27, 2021 Sú upphæð geti hækkað enn frekar ef Liverpool kýs að selja Nat Phillips, sem kom sterkur inn í liðið eftir meiðsli Joe Gomez og Virgil van Dijk í fyrra. Phillips var fenginn frítt til Liverpool árið 2016 eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Bolton Wanderers og er metinn á 15 milljónir punda. Fyrr í sumar seldi Liverpool hinn unga Liam Millar til Basel fyrir 1,6 milljónir punda, eftir að hafa fengið hann frítt frá Fulham, og pólska markvörðinn Kamil Grabara til FC Kaupmannahafnar fyrir 3 milljónir punda, eftir að hafa keypt hann á 250 þúsund pund. Liverpool fékk Rhian Brewster frá Chelsea þegar hann var 15 ára en seldi hann fyrir 23,5 milljónir punda til Sheffield United í fyrra. Sama sumar fór hollenski bakvörðurinn Ki-Jana Hoever til Wolves fyrir 13,5 milljónir, eftir að hafa fengist á 90 þúsund pund frá Ajax. Sumarið 2019 var Rafael Camacho seldur til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir, 7,5 milljónir fengust frá Rangers fyrir Ryan Kent og Danny Ward fór á 12,5 milljónir punda til Leicester City. Samtals kostuðu þeir 100 þúsund pund, sem raunar allt fór í Ward þegar hann var keyptur frá Wrexham, þar sem Kent er uppalinn og Camacho fékkst frítt. Einnig má nefna leikmenn á við Jordon Ibe, Andre Wisdom, Kevin Stewart, Brad Smith og Sergi Canos sem hafa verið seldir með töluverðum gróða síðustu ár. Rekstrarkostnaður við akademíu félagsins er rúmar tíu milljónir punda á ári og virðist sá peningur vera að skila vel af sér. Þónokkrir spennandi leikmenn eru að koma upp hjá Liverpool þessa dagana, svo sem Harvey Elliott, hinn pólski Mateusz Musialowski, Frakkinn Billy Koumetio og hinn 16 ára gamli Kaide Gordon sem liðið borgaði Derby County eina milljón punda fyrir nýlega. Áhugavert verður að sjá hvort þeir geri nóg til að komast í aðallið félagsins eða hvort þeir verði hluti af gróðavélinni sem akademían virðist orðin. Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Aukin áhersla hefur verið á unglingastarf hjá Liverpool frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2010. Borið hefur meira á ungum leikmönnum í aðalliðshópi félagsins, svo sem Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Neco Williams, en ekki síður hefur Liverpool grætt á því að selja þá frá félaginu. James Pearce, íþróttafréttamaður hjá The Athletic sem sérhæfir sig í málefnum Liverpool, bendir á að félagið hefur selt leikmenn úr akademíu sinni, sem ýmist eru uppaldir frá barnsaldri eða fengnir til liðsins á unglingsaldri, fyrir 120 milljónir punda á síðustu fimm árum. The academy is certainly paying its way. Departure of Harry Wilson means over past 5 years #LFC have generated £120m in sales from youngsters they have either brought through the ranks or snapped up from other academies before taking them to next levelhttps://t.co/pzrgxM09hZ— James Pearce (@JamesPearceLFC) July 27, 2021 Sú upphæð geti hækkað enn frekar ef Liverpool kýs að selja Nat Phillips, sem kom sterkur inn í liðið eftir meiðsli Joe Gomez og Virgil van Dijk í fyrra. Phillips var fenginn frítt til Liverpool árið 2016 eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Bolton Wanderers og er metinn á 15 milljónir punda. Fyrr í sumar seldi Liverpool hinn unga Liam Millar til Basel fyrir 1,6 milljónir punda, eftir að hafa fengið hann frítt frá Fulham, og pólska markvörðinn Kamil Grabara til FC Kaupmannahafnar fyrir 3 milljónir punda, eftir að hafa keypt hann á 250 þúsund pund. Liverpool fékk Rhian Brewster frá Chelsea þegar hann var 15 ára en seldi hann fyrir 23,5 milljónir punda til Sheffield United í fyrra. Sama sumar fór hollenski bakvörðurinn Ki-Jana Hoever til Wolves fyrir 13,5 milljónir, eftir að hafa fengist á 90 þúsund pund frá Ajax. Sumarið 2019 var Rafael Camacho seldur til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir, 7,5 milljónir fengust frá Rangers fyrir Ryan Kent og Danny Ward fór á 12,5 milljónir punda til Leicester City. Samtals kostuðu þeir 100 þúsund pund, sem raunar allt fór í Ward þegar hann var keyptur frá Wrexham, þar sem Kent er uppalinn og Camacho fékkst frítt. Einnig má nefna leikmenn á við Jordon Ibe, Andre Wisdom, Kevin Stewart, Brad Smith og Sergi Canos sem hafa verið seldir með töluverðum gróða síðustu ár. Rekstrarkostnaður við akademíu félagsins er rúmar tíu milljónir punda á ári og virðist sá peningur vera að skila vel af sér. Þónokkrir spennandi leikmenn eru að koma upp hjá Liverpool þessa dagana, svo sem Harvey Elliott, hinn pólski Mateusz Musialowski, Frakkinn Billy Koumetio og hinn 16 ára gamli Kaide Gordon sem liðið borgaði Derby County eina milljón punda fyrir nýlega. Áhugavert verður að sjá hvort þeir geri nóg til að komast í aðallið félagsins eða hvort þeir verði hluti af gróðavélinni sem akademían virðist orðin.
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira