Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 12:08 Inga Sæland segir álagið á heilbrigðisstarfsfólk hafa verið gríðarlegt og ganga þurfi ákveðið til verks til að fjölga starfsfólki Landspítalans. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið. Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09
118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43