Aflétta einangrunarskyldu fyrir Covid-smitaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 22:31 Íbúar í Alberta í Kanada munu ekki þurfa að fara í einangrun, frá og með 16. ágúst, greinist þeir með Covid-19. EPA-EFE/Raul Martinez Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur. Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira