Fjögur til tíu prósent barna fæðist með tunguhaft: „Þetta er vefur sem skerðir hreyfigetuna“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2021 16:56 Sonja Magnúsdóttir er talmeinafræðingur. aðsend Fjögur til tíu prósent barna fæðast með vara- eða tunguhaft. Talmeinafræðingur segir að fræða þurfi heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um mæður sem segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vara- og tunguhaft barna. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. Þekkingarleysi hér á landi Sonja Magnúsdóttir er talmeinafræðingur sem hefur að miklu leyti sérhæft sig í tunguhafti og sótt námskeið erlendis til að fræða sig um vandann. Hún tekur undir með mæðrunum, segir þekkingarleysi ríkja um hlutverk tungunnar innan heilbrigðiskerfisins. „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvaða hlutverki tungan gegnir. Við notum tunguna til þess að mynda málhljóðin, borða og kyngja. Þegar þessi hreyfifærni er skert þá hefur það áhrif á þessi hlutverk. Það er mitt hlutverk sem talmeinafræðingur að meta þessa færni og svo annarra að íhluta.“ Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Langir biðlistar Sonja segir fá úrræði hérlendis og að biðlistar eftir tunguhaftsaðgerðum séu langir. „Háls, nef og eyrnalæknar og barnalæknar hafa alveg verið að gera þetta þegar þess hefur þurft en hafa kannski ekki þekkinguna að baki. Það þarf að undirbúa barnið og veita því eftirfylgni. Úrræðin hafa verið til staðar en það er teljandi á fingrum annarrar handar þeir íhlutunaraðilar sem hafa kafað ofan í þetta og kynnt sér málin í rauninni.“ Tunguhaft getur haft veruleg áhrif á líðan barna. „Haftið skerðir hreyfigetuna og hefur áhrif á það að barnið geti borðað, meðhöndlað mat eða tekið brjóst. Þetta getur haft áhrif á barn sem er að mynda málhljóðin og þegar við kyngjum þá þurfum við að lyfta tungunni upp í góminn og þegar tunguhaftið heldur tungunni niðri þá náum við tungunni ekki upp og kyngingin verður óeðlileg. Tunguhaftið getur haft áhrif á einstaklinga á öllum aldri.“ Rætt var við Sonju í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sonja segir að fáir tengi kvilla við þetta litla band sem staðsett er undir tungunni. Hún segir fáa meðvitaða um afleiðingar tunguhafts. „Fólk er ekki meðvitað um það. Eins og þessar mæður sem þú talaðir við í gær. Þær gengu á milli lækna. Læknarnir hafa ekki áttað sig á þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér að bíða og sjá. Af hverju að bíða og sjá? Þetta er vefur sem skerðir hreyfigetuna. Ef þú ert með vef undir hendinni sem veldur því að handleggurinn er fastur við búkinn þá eðlilega getur þú ekki hreyft höndina rétt og það er enginn að bíða með að losa þann vef. Það er alveg eins með tunguna. Hreyfifærnin þarf að vera til staðar til þess að hún geti sinnt hlutverkum sínum.“ Fjögur til tíu prósent barna fæðist með tunguhaft Sonja segir að margir leiti sér aðstoðar talmeinafræðings vegna þessa en um fjögur til tíu prósent barna fæðast með tunguhaft. „Ég legg framburðarpróf fyrir þau börn sem koma til mín og spyr foreldrana hvernig gangi að borða. Yfirleitt er svarið að það gangi vel, en að barnið vilji bara borða brauð eða jógúrt. Þá er það eðlilegt að þessu börn sem eru með tunguhaft og skerta hreyfifærni, þau sækja í þann mat sem er auðveldur að meðhöndla.“ Sonja segir að það skipti máli að einkenni séu til staðar ef íhlutun eigi að fara fram. „Það skiptir miklu máli að það séu einkenni. Þú getur verið með tunguhaft og vefurinn sjáanlegur en það er ekki að hafa áhrif. Þú þarft að hafa ákveðin einkenni til að íhlutun fari fram og þurfi að fara fram til þess að liðka þessa hreyfifærni.“ Aðgerðin sé ekki mikið inngrip. „Þeir sem eru á íhluta nota skæri, hnífa eða „leiser.“ Það skiptir ekki máli hvaða áhald er notað svo framarlega sem sá sem framkvæmir aðgerðina hafi færnina til þess.“ Þá sé hægt að vera með tunguhaft án þess að vefur sé sýnilegur þegar tungunni er lyft. „Það er kallað aftara haft,“ segir Sonja og bætir við að það geti haft áhrif á ungabörn þegar brjóstagjöf fer fram. Bakflæði eða tunguhaft? Sonja segir að einkennum tunguhafts sé stundum ruglað við einkenni bakflæðis. „Mæður finna þetta oft líka. Eymsli í geirvörtum við brjóstagjöf, sár og þess háttar. Það þarf að huga að móðurinni líka, hvaða einkenni hún hefur.“ Sonja segir að einkennum tunguhafts sé stundum ruglað við einkenni bakflæðis. „Algeng einkenni hjá ungabörnum eru mikil uppköst. Mjólkin er að koma upp aftur því þau gleypa svo mikið loft sem fylgir. Það er bakflæðilík einkenni og því er börnum oft vísað á bakflæðilyf en svo kemur í ljós að þetta gerist af því að þau gleypa svo mikið loft því þau ná ekki að grípa brjóstið.“ Hér má finna stuðningshóp um vara- og tunguhaft á Facebook Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. 29. júlí 2021 20:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um mæður sem segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vara- og tunguhaft barna. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. Þekkingarleysi hér á landi Sonja Magnúsdóttir er talmeinafræðingur sem hefur að miklu leyti sérhæft sig í tunguhafti og sótt námskeið erlendis til að fræða sig um vandann. Hún tekur undir með mæðrunum, segir þekkingarleysi ríkja um hlutverk tungunnar innan heilbrigðiskerfisins. „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvaða hlutverki tungan gegnir. Við notum tunguna til þess að mynda málhljóðin, borða og kyngja. Þegar þessi hreyfifærni er skert þá hefur það áhrif á þessi hlutverk. Það er mitt hlutverk sem talmeinafræðingur að meta þessa færni og svo annarra að íhluta.“ Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Langir biðlistar Sonja segir fá úrræði hérlendis og að biðlistar eftir tunguhaftsaðgerðum séu langir. „Háls, nef og eyrnalæknar og barnalæknar hafa alveg verið að gera þetta þegar þess hefur þurft en hafa kannski ekki þekkinguna að baki. Það þarf að undirbúa barnið og veita því eftirfylgni. Úrræðin hafa verið til staðar en það er teljandi á fingrum annarrar handar þeir íhlutunaraðilar sem hafa kafað ofan í þetta og kynnt sér málin í rauninni.“ Tunguhaft getur haft veruleg áhrif á líðan barna. „Haftið skerðir hreyfigetuna og hefur áhrif á það að barnið geti borðað, meðhöndlað mat eða tekið brjóst. Þetta getur haft áhrif á barn sem er að mynda málhljóðin og þegar við kyngjum þá þurfum við að lyfta tungunni upp í góminn og þegar tunguhaftið heldur tungunni niðri þá náum við tungunni ekki upp og kyngingin verður óeðlileg. Tunguhaftið getur haft áhrif á einstaklinga á öllum aldri.“ Rætt var við Sonju í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sonja segir að fáir tengi kvilla við þetta litla band sem staðsett er undir tungunni. Hún segir fáa meðvitaða um afleiðingar tunguhafts. „Fólk er ekki meðvitað um það. Eins og þessar mæður sem þú talaðir við í gær. Þær gengu á milli lækna. Læknarnir hafa ekki áttað sig á þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér að bíða og sjá. Af hverju að bíða og sjá? Þetta er vefur sem skerðir hreyfigetuna. Ef þú ert með vef undir hendinni sem veldur því að handleggurinn er fastur við búkinn þá eðlilega getur þú ekki hreyft höndina rétt og það er enginn að bíða með að losa þann vef. Það er alveg eins með tunguna. Hreyfifærnin þarf að vera til staðar til þess að hún geti sinnt hlutverkum sínum.“ Fjögur til tíu prósent barna fæðist með tunguhaft Sonja segir að margir leiti sér aðstoðar talmeinafræðings vegna þessa en um fjögur til tíu prósent barna fæðast með tunguhaft. „Ég legg framburðarpróf fyrir þau börn sem koma til mín og spyr foreldrana hvernig gangi að borða. Yfirleitt er svarið að það gangi vel, en að barnið vilji bara borða brauð eða jógúrt. Þá er það eðlilegt að þessu börn sem eru með tunguhaft og skerta hreyfifærni, þau sækja í þann mat sem er auðveldur að meðhöndla.“ Sonja segir að það skipti máli að einkenni séu til staðar ef íhlutun eigi að fara fram. „Það skiptir miklu máli að það séu einkenni. Þú getur verið með tunguhaft og vefurinn sjáanlegur en það er ekki að hafa áhrif. Þú þarft að hafa ákveðin einkenni til að íhlutun fari fram og þurfi að fara fram til þess að liðka þessa hreyfifærni.“ Aðgerðin sé ekki mikið inngrip. „Þeir sem eru á íhluta nota skæri, hnífa eða „leiser.“ Það skiptir ekki máli hvaða áhald er notað svo framarlega sem sá sem framkvæmir aðgerðina hafi færnina til þess.“ Þá sé hægt að vera með tunguhaft án þess að vefur sé sýnilegur þegar tungunni er lyft. „Það er kallað aftara haft,“ segir Sonja og bætir við að það geti haft áhrif á ungabörn þegar brjóstagjöf fer fram. Bakflæði eða tunguhaft? Sonja segir að einkennum tunguhafts sé stundum ruglað við einkenni bakflæðis. „Mæður finna þetta oft líka. Eymsli í geirvörtum við brjóstagjöf, sár og þess háttar. Það þarf að huga að móðurinni líka, hvaða einkenni hún hefur.“ Sonja segir að einkennum tunguhafts sé stundum ruglað við einkenni bakflæðis. „Algeng einkenni hjá ungabörnum eru mikil uppköst. Mjólkin er að koma upp aftur því þau gleypa svo mikið loft sem fylgir. Það er bakflæðilík einkenni og því er börnum oft vísað á bakflæðilyf en svo kemur í ljós að þetta gerist af því að þau gleypa svo mikið loft því þau ná ekki að grípa brjóstið.“ Hér má finna stuðningshóp um vara- og tunguhaft á Facebook
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. 29. júlí 2021 20:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. 29. júlí 2021 20:00