Delta-afbrigðið jafn smitandi og hlaupabóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 12:21 Hið bráðsmitandi delta-afbrigði tröllríður nú nánast allri heimsbyggðinni. getty/kosamtu Delta-afbrigði kórónuveirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venjulegu kvefi, árlegum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Talið er að delta-afbrigðið sé eins smitandi og hlaupabóla, sem er afar smitandi sjúkdómur. Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði CDC sem The New York Times hefur undir höndum. Í því segir að næstu skref stofnunarinnar séu þau að „viðurkenna að stríðið við veiruna hafi tekið stakkaskiptum“ vegna delta-afbrigðisins. Ný bylgja faraldursins er hafin í Bandaríkjunum þar sem veiran hefur náð mikilli dreifingu. Bandaríkjamenn virðast enn vera að átta sig almennilega á því að bólusettir geti vel borið smit a milli sín þegar delta-afbrigðið er annars vegar. Það er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaðinu, þó auðvitað sé talið að bólusettir séu mun ólíklegri til þess að bera veiruna með sér en hinir óbólusettu. Grímur geri gagn CDC gaf nýlega út ný tilmæli þar sem mælt var með því að grímuskyldu yrði aftur komið á, einnig fyrir bólusetta, á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn er í hve mestum vexti. Í minnisblaðinu er þó mælst til þess að grímuskyldu verði komið aftur á í öllu landinu til að hefta útbreiðsluna. Þar er ennfremur mælst til þess að allir þeir sem eru í áhættuhópi, með veikburða ónæmiskerfi, beri grímu meðal almennings, sama þó þeir séu á svæðum þar sem faraldurinn er ekki í miklum vexti. Einnig að þeir beri grímur sem séu í miklum samskiptum við börn, sem hafa enn ekki verið bólusett, aldraða eða aðra viðkvæma hópa samfélagsins. Það er margt öðruvísi við delta-afbrigðið en fyrri afbrigði veirunnar. Til að mynda greinist um tíu sinnum meira magn af veirunni í öndunarfærum þeirra sem eru smitaðir af delta-afbrigðinu en þeim sem voru sýktir af hinu svokallaða alfa-afbrigði, sem þó var talið afar smitandi afbrigði. Veirumagn í líkama þeirra sem eru smitaðir af delta er þá talið vera allt að þúsund sinnum meira en það magn sem mældist í þeim sem báru upprunalega afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. 30. júlí 2021 11:12