Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 13:08 Um 1300 manns búa í Vogunum í dag en þar hefur verið mikið byggt síðustu ár og verður mikið byggt næstu ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð. Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Húsnæðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Húsnæðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira