Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2021 11:34 Þrír farþegar rútunnar, sem sést hér í bakgrunni, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Magnús Hlynur Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49