Sjáðu enn eina markaveisluna sem Blikar buðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 15:01 Breiðablik hefur skorað 22 mörk í sjö heimaleikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/Hafliði Breiðfjörð Breiðablik bauð upp á enn eina markaveisluna á Kópavogsvelli þegar liðið sigraði Víking, 4-0, í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi Max-deildar karla í gær. Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli í sjö deildarleikjum í sumar. Breiðablik er langmarkahæsta lið deildarinnar með 33 mörk. Víkingur hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum í gær og gestirnir byrjuðu betur. En um miðbik fyrri hálfleik náðu heimamenn tökum á leiknum og þeir komust yfir á 34. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingurinn ungi var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar. Jason Daði er orðinn markahæsti leikmaður Blika í deildinni með sex mörk. Klippa: Breiðablik 4-0 Víkingur Breiðablik kláraði svo leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir fyrirgjöf Höskuldar og sjö mínútum síðar ýtti Gísli Eyjólfsson boltanum yfir línuna eftir undirbúning Jasons Daða. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar. Blikar eru með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Valsmanna sem mæta KR-ingum annað kvöld. Víkingar eru áfram í 2. sætinu með 29 stig. Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01 Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13 Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli í sjö deildarleikjum í sumar. Breiðablik er langmarkahæsta lið deildarinnar með 33 mörk. Víkingur hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum í gær og gestirnir byrjuðu betur. En um miðbik fyrri hálfleik náðu heimamenn tökum á leiknum og þeir komust yfir á 34. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingurinn ungi var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar. Jason Daði er orðinn markahæsti leikmaður Blika í deildinni með sex mörk. Klippa: Breiðablik 4-0 Víkingur Breiðablik kláraði svo leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir fyrirgjöf Höskuldar og sjö mínútum síðar ýtti Gísli Eyjólfsson boltanum yfir línuna eftir undirbúning Jasons Daða. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar. Blikar eru með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Valsmanna sem mæta KR-ingum annað kvöld. Víkingar eru áfram í 2. sætinu með 29 stig. Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01 Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13 Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01
Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13
Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51