Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 18:48 Krystsina Tsimanouskaja tekur af sér andlitsgrímu áður en hún ræðir við blaðamenn á flugvellinum í Varsjá í Póllandi í dag. AP/Czarek Sokolowski Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01
Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17