Reiðir heimamenn handsömuðu meðlimi Hezbollah sem skutu eldflaugum að Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 13:45 Ísraelsmenn svöruðu eldflaugunum frá Líbanon með stórskotaliðsárásum. Engan sakaði í báðum árásunum. AP/Ayal Margolinc Reiðir þorpsbúar í Chouya í suðurhluta Líbanons stöðvuðu bílalest á vegum Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem virðist hafa verið notuð til að skjóta eldflaugum að Ísrael í morgun. Þorpsbúarnir handsömuðu fjóra menn og sökuðu þá um að stofna lífum þeirra í hættu með að skjóta eldflaugum nærri þorpi þeirra. Á myndböndum af atvikinu heyrast íbúar kalla að Hezbollah sé að skjóta eldflaugum frá heimilum þeirra svo þau verði fyrir skaða þegar Ísraelsmenn svari skothríðinni. Ísraelsmenn svöruðu með stórskotaliðsárás en engan sakaði í henni. Forsvarsmenn Hezbollah segjast hafa skotið eldflaugum að Ísrael til að hefna fyrir loftárásir Ísraels degi áður. Þær loftárásir voru gerðar í kjölfar þess að eldflaugum var skotið frá Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki ljóst hverjir skutu þeim. Þá segir í yfirlýsingu frá Hezbollah að eldflaugunum hafi verið skotið frá óbyggðu svæði og að mennirnir sem þorpsbúarnir stöðvuðu hafi verið á leið til baka eftir að hafa skotið þeim. Þorpsbúar færðu þá í hald hers Líbanons. Hryðjuverkasamtökin, sem studd eru af yfirvöldum í Íran, eru mjög valdamikil í Líbanon. Times of Israel hefur eftir her landsins að nærri því tuttugu eldflaugum hafi verið skotið á loft. Þar af hafi tíu verið skotnar niður, sex hafi lent á opnu svæði í Ísrael og þrjár hafi hrapað í Líbanon. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar þorpsbúarnir stöðvuðu bílalestina. The Druze residents of Hasbaya region attack Hezbollah militias using their villages to launch rockets earlier today and claim they exploit civilian homes and all on residents to document the acts pic.twitter.com/RqIZ80aYI6— Gaza Report - (@gaza_report) August 6, 2021 Fyrir loftárásir gærdagsins höfðu Ísraelsmenn ekki gert loftárásir í Líbanon síðan árið 2014. Þar áður höfðu þeir ekki gert árásir í landinu frá árinu 2006 þegar stríðsástand ríkti milli Ísraels og Hezbollah. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu segja ástandið alvarlegt og kalla eftir því að Ísraelsmenn og Hezbollah sýni stillingu, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Times of Israel hefur eftir Ran Kochav, varnarmálaráðherra Ísraels, að það að Hezbollah hafi skotið eldflaugum sínum að opnu og óbyggðu svæði sýni að þeir hafi ekki áhuga á frekari átökum við Ísrael, sem sé það sama og yfirvöld í Ísrael vilji. Ráðamenn í Ísrael segja yfirvöld í Líbanon bera ábyrgð á árásum á Ísrael sem gerðar eru frá Líbanon og hafa komið því á framfæri við nágranna sína að þeir muni bregðast við, hætti árásir ekki. Film this, film this, so that the whole world sees how #Hezbollah is firing rockets from within our homes South Lebanon, now pic.twitter.com/eadTjYVHST— Yiftah Curiel (@yiftahc) August 6, 2021 Líbanon Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10. júlí 2021 08:58 Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa Ísraelsmenn gerðu loftárás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu. 15. júní 2021 23:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Þorpsbúarnir handsömuðu fjóra menn og sökuðu þá um að stofna lífum þeirra í hættu með að skjóta eldflaugum nærri þorpi þeirra. Á myndböndum af atvikinu heyrast íbúar kalla að Hezbollah sé að skjóta eldflaugum frá heimilum þeirra svo þau verði fyrir skaða þegar Ísraelsmenn svari skothríðinni. Ísraelsmenn svöruðu með stórskotaliðsárás en engan sakaði í henni. Forsvarsmenn Hezbollah segjast hafa skotið eldflaugum að Ísrael til að hefna fyrir loftárásir Ísraels degi áður. Þær loftárásir voru gerðar í kjölfar þess að eldflaugum var skotið frá Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki ljóst hverjir skutu þeim. Þá segir í yfirlýsingu frá Hezbollah að eldflaugunum hafi verið skotið frá óbyggðu svæði og að mennirnir sem þorpsbúarnir stöðvuðu hafi verið á leið til baka eftir að hafa skotið þeim. Þorpsbúar færðu þá í hald hers Líbanons. Hryðjuverkasamtökin, sem studd eru af yfirvöldum í Íran, eru mjög valdamikil í Líbanon. Times of Israel hefur eftir her landsins að nærri því tuttugu eldflaugum hafi verið skotið á loft. Þar af hafi tíu verið skotnar niður, sex hafi lent á opnu svæði í Ísrael og þrjár hafi hrapað í Líbanon. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar þorpsbúarnir stöðvuðu bílalestina. The Druze residents of Hasbaya region attack Hezbollah militias using their villages to launch rockets earlier today and claim they exploit civilian homes and all on residents to document the acts pic.twitter.com/RqIZ80aYI6— Gaza Report - (@gaza_report) August 6, 2021 Fyrir loftárásir gærdagsins höfðu Ísraelsmenn ekki gert loftárásir í Líbanon síðan árið 2014. Þar áður höfðu þeir ekki gert árásir í landinu frá árinu 2006 þegar stríðsástand ríkti milli Ísraels og Hezbollah. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu segja ástandið alvarlegt og kalla eftir því að Ísraelsmenn og Hezbollah sýni stillingu, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Times of Israel hefur eftir Ran Kochav, varnarmálaráðherra Ísraels, að það að Hezbollah hafi skotið eldflaugum sínum að opnu og óbyggðu svæði sýni að þeir hafi ekki áhuga á frekari átökum við Ísrael, sem sé það sama og yfirvöld í Ísrael vilji. Ráðamenn í Ísrael segja yfirvöld í Líbanon bera ábyrgð á árásum á Ísrael sem gerðar eru frá Líbanon og hafa komið því á framfæri við nágranna sína að þeir muni bregðast við, hætti árásir ekki. Film this, film this, so that the whole world sees how #Hezbollah is firing rockets from within our homes South Lebanon, now pic.twitter.com/eadTjYVHST— Yiftah Curiel (@yiftahc) August 6, 2021
Líbanon Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10. júlí 2021 08:58 Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa Ísraelsmenn gerðu loftárás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu. 15. júní 2021 23:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22
Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10. júlí 2021 08:58
Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa Ísraelsmenn gerðu loftárás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu. 15. júní 2021 23:05