Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2021 21:05 Filipe er alsæll með "pálmatrén" sín á Selfossi, sem eru reyndar sitkagreni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur. Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Garðyrkja Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Garðyrkja Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira