„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2021 18:42 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26