„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2021 18:42 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26