Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 20:04 Jóhann er formaður Landsflokksins, sem stofnaður var fyrr á þessu ári. Aðsend Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar. Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira