Luka skrifaði undir risasamning og verður áfram hjá Mavericks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 09:30 Luka verður áfram í Dallas. AP Photo/Marcio Jose Sanchez Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Er samningurinn til fimm ára og skilar Luka 207 milljónum Bandaríkjadala í laun eða um 26 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjá meira
Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn