Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 11:12 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Stöð 2 Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. „Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
„Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira