Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2021 21:04 Arnar Hallsson hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir leikinn í kvöld. Afturelding Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. „Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“ Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann