Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 19:17 Innbúið er til sölu og finnur eigandinn fyrir miklum áhuga á því. visir Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. Kross, bekkur og stærðarinnar rúm „Í rúmt ár hefur fólki staðið til boða að leigja þetta herbergi til þess að stunda kynlíf. Þeir sem vilja prufa það og hafa ekki prufað eru á síðasta séns vegna þess að núna er innbúið til sölu. Þar á meðal þessi róla og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir ætla ég að sjálfsögðu að prufa þetta tryllitæki sem allir geta nú keypt.“ Í herberginu má auk rólunnar finna kross, bekk og stærðarinnar rúm líkt og sést á þessum myndum. Eigandi herbergisins auglýsti innbúið og starfsemina til sölu á Facebook. Auglýsingin vakti mikla athygli en yfir þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færsluna. En hvers konar starfsemi er þetta? „Þetta er bara kynlífsherbergi. Rými sem fólk getur komið í og gert hluti sem það langar til,“ segir Konráð Logn Haraldsson, athafnamaður. Pör nýti sér herbergið Hvers vegna ákvaðst þú að fara af stað með svona starfsemi? „Mér fannst þetta bara vanta. Og ég þekki það sjálfur að vera með börn á heimilinu og þurfa smá næði. Gera öðruvísi hluti en maður gerir heima hjá sér.“ Leigjendur greiða fyrir hvern klukkutíma sem kostar fimmtán þúsund krónur. Konráð segir að allir þjóðfélagshópar nýti sér þjónustuna en að pör séu í miklum meirihluta. Starfsemin hafi gengið vel en aðsókn sé sveiflukennd. „Það sem kom mér mest á óvart, eftir áramótin þá veit ég ekki hvað gerðist. Þá fór bara allt að rokseljast. Þannig þetta kemur í bylgjum.“ Veistu hvers vegna það var? „Nei ég tékkaði á fréttum en það var ekkert sem „triggeraði.“ Fólki leiðist held ég eða kannski mikil spenna eftir jólin.“ „Á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Nú sé kominn tími til að loka rekstrinum og snúa sér að öðru. Konráð segir að fólk hafi flest tekið vel í starfsemina þó hann finni fyrir gagnrýnisröddum. „Það er margt miðaldra fólk sem finnst þetta bara ekki í lagi. Mikið af fólki sem á eldri börn og ræða ekki kynlíf við hvort annað því það er óviðeigandi. Þetta á ekki að vera óviðeigandi.“ Hann telur mikilvægt að opna á umræðu um kynlíf. „Mjög mikilvægt. Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu, alls ekki.“ Kynlíf Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kross, bekkur og stærðarinnar rúm „Í rúmt ár hefur fólki staðið til boða að leigja þetta herbergi til þess að stunda kynlíf. Þeir sem vilja prufa það og hafa ekki prufað eru á síðasta séns vegna þess að núna er innbúið til sölu. Þar á meðal þessi róla og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir ætla ég að sjálfsögðu að prufa þetta tryllitæki sem allir geta nú keypt.“ Í herberginu má auk rólunnar finna kross, bekk og stærðarinnar rúm líkt og sést á þessum myndum. Eigandi herbergisins auglýsti innbúið og starfsemina til sölu á Facebook. Auglýsingin vakti mikla athygli en yfir þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færsluna. En hvers konar starfsemi er þetta? „Þetta er bara kynlífsherbergi. Rými sem fólk getur komið í og gert hluti sem það langar til,“ segir Konráð Logn Haraldsson, athafnamaður. Pör nýti sér herbergið Hvers vegna ákvaðst þú að fara af stað með svona starfsemi? „Mér fannst þetta bara vanta. Og ég þekki það sjálfur að vera með börn á heimilinu og þurfa smá næði. Gera öðruvísi hluti en maður gerir heima hjá sér.“ Leigjendur greiða fyrir hvern klukkutíma sem kostar fimmtán þúsund krónur. Konráð segir að allir þjóðfélagshópar nýti sér þjónustuna en að pör séu í miklum meirihluta. Starfsemin hafi gengið vel en aðsókn sé sveiflukennd. „Það sem kom mér mest á óvart, eftir áramótin þá veit ég ekki hvað gerðist. Þá fór bara allt að rokseljast. Þannig þetta kemur í bylgjum.“ Veistu hvers vegna það var? „Nei ég tékkaði á fréttum en það var ekkert sem „triggeraði.“ Fólki leiðist held ég eða kannski mikil spenna eftir jólin.“ „Á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Nú sé kominn tími til að loka rekstrinum og snúa sér að öðru. Konráð segir að fólk hafi flest tekið vel í starfsemina þó hann finni fyrir gagnrýnisröddum. „Það er margt miðaldra fólk sem finnst þetta bara ekki í lagi. Mikið af fólki sem á eldri börn og ræða ekki kynlíf við hvort annað því það er óviðeigandi. Þetta á ekki að vera óviðeigandi.“ Hann telur mikilvægt að opna á umræðu um kynlíf. „Mjög mikilvægt. Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu, alls ekki.“
Kynlíf Reykjavík Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira