Harpa heldur að hún sé hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2021 20:04 Sveitalífið hefur meira og minna snúist um Hörpu á Fjarkastokki skammt frá Þykkvabæ í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira