Hætta að skoða öll bólusetningavottorð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:47 Líf er farið að færast yfir Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum. „Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira