Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Elvar Örn Friðriksson skrifar 12. ágúst 2021 13:01 Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar