Fimm staðreyndir um heilbrigðiskerfið sem skipta máli Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 07:01 Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun