Barcelona sagt vilja fá Aubameyang eða Lacazette í skiptum fyrir Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 07:30 Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna hér saman marki hjá Arsenal liðinu. EPA-EFE/WILL OLIVER Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill fá nýjan framherja í hópinn sinn og hann hefur augun á tveimur framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira