Að selja frá sér hugvitið Guðbrandur Einarsson skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því. Tölur eru sláandi Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi. Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015. Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Landbúnaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því. Tölur eru sláandi Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi. Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015. Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun