Borðar tómat til að hafa eitthvað fyrir stafni í einangrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2021 21:18 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er allur að koma til eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum. Hann segist hafa glatað bragð- og lystarskyni og borða tómata til að hafa eitthvað fyrir stafni. „Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40