Enn verið að borga NBA leikmönnum sem eru löngu hættir að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 15:31 Luol Deng heilsar Flo Rida fyrir leik hjá Los Angeles Lakers liðinu í Staples Center. Deng er löngu hættur en Lakers er enn að borga honum. Getty/Noel Vasquez Það eru sumir fyrrum körfuboltamenn sem fá enn vel borgað fyrir að gera ekki neitt. Skórnir eru kannski komnir upp á hillu en peningarnir streyma áfram inn á bankareikninginn. Basketball Forever vefurinn tók saman nokkra leikmenn sem eru í þessari sérstöku stöðu. Leikmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa gert langa og frábæra samninga en síðan verið látnir fara. Það þarf samt enn að standa við þessa samninga. Eitt rosalegasta dæmið er Luol Deng sem skrifaði undir fjögurra ára samning í júlí 2016 sem gaf honum 72 milljónir dollara eða meira en níu milljarða í íslenskum krónum. Deng náði aðeins að spila 57 leiki fyrir Lakers áður en félagið lét hann fara. Lakers samdi um að greiða honum tuttugu milljónir dollara seinna og dreifðust þær greiðslur út 2021-22 tímabilið. Með því að greiða Deng 72 milljónir dollara og fá aðeins 57 leiki frá honum þá borgaði Lakers leikmanninum 1,26 milljón Bandaríkjadala fyrir hvern leik eða 159 milljónir í íslenskum krónum. Það eru samt fleiri fyrrum NBA leikmenn sem eru enn að fá borgað. Í þessum hópi er meðal annars Kevin Garnett sem er enn að fá borgað frá Boston Celtics. Celtics þarf að borga honum út 2022-23 tímabilið en það skuldaði honum 35 milljónir dollara þegar leikmaðurinn hætti. Garnett samþykkti að dreifa þessum greiðslum, alls 4,4 milljarðar í íslenskum krónum á sjö tímabil og á Celtics ennþá eftir að borga honum í tvö tímabil í viðbót. Garnett lék sinn síðasta NBA leik árið 2016. Aðrir eru Joakim Noah sem er enn að fá pening frá New York Knicks, Chris Bosh sem er enn að fá borgað frá Miami Heat, Larry Sanders sem fær enn pening frá Milwaukee Bucks og Timofey Mozgov sem er enn að fá borgað frá Orlando Magic. Það má sjá meira um það hér fyrir neðan. NBA Körfubolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Basketball Forever vefurinn tók saman nokkra leikmenn sem eru í þessari sérstöku stöðu. Leikmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa gert langa og frábæra samninga en síðan verið látnir fara. Það þarf samt enn að standa við þessa samninga. Eitt rosalegasta dæmið er Luol Deng sem skrifaði undir fjögurra ára samning í júlí 2016 sem gaf honum 72 milljónir dollara eða meira en níu milljarða í íslenskum krónum. Deng náði aðeins að spila 57 leiki fyrir Lakers áður en félagið lét hann fara. Lakers samdi um að greiða honum tuttugu milljónir dollara seinna og dreifðust þær greiðslur út 2021-22 tímabilið. Með því að greiða Deng 72 milljónir dollara og fá aðeins 57 leiki frá honum þá borgaði Lakers leikmanninum 1,26 milljón Bandaríkjadala fyrir hvern leik eða 159 milljónir í íslenskum krónum. Það eru samt fleiri fyrrum NBA leikmenn sem eru enn að fá borgað. Í þessum hópi er meðal annars Kevin Garnett sem er enn að fá borgað frá Boston Celtics. Celtics þarf að borga honum út 2022-23 tímabilið en það skuldaði honum 35 milljónir dollara þegar leikmaðurinn hætti. Garnett samþykkti að dreifa þessum greiðslum, alls 4,4 milljarðar í íslenskum krónum á sjö tímabil og á Celtics ennþá eftir að borga honum í tvö tímabil í viðbót. Garnett lék sinn síðasta NBA leik árið 2016. Aðrir eru Joakim Noah sem er enn að fá pening frá New York Knicks, Chris Bosh sem er enn að fá borgað frá Miami Heat, Larry Sanders sem fær enn pening frá Milwaukee Bucks og Timofey Mozgov sem er enn að fá borgað frá Orlando Magic. Það má sjá meira um það hér fyrir neðan.
NBA Körfubolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum