Reikna með svipaðri stöðu á gjörgæslu áfram Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 18. ágúst 2021 17:29 Álag á gjörgæsludeild mun að öllum líkindum haldast óbreytt eða versna á næstu tveimur til þremur vikum. Einar Árnason Spálíkan fyrir framgang faraldursins hér á landi næstu vikur gefur til kynna að þróunin horfi til betri vegar. Þannig mun nýjum smitum fækka, en það verður þó mjög hægt ef marka má spá. Líkleg spá um innlagnir á gjörgæslu gerir ráð fyrir að 5-6 gjörgæslusjúklingar verði inniliggjandi alveg fram til upphafs september, þannig að jafnvel þótt daglegum smitum fjölgi lítillega er gert ráð fyrir svipuðu umfangi á gjörgæslu. 25 sjúklingar liggja núna á Landspítala með COVID. 20 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur er óbólusettur. Á gjörgæslu eru 5 sjúklingar og eru 3 þeirra bólusettir. Fjórir gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 79 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Samkvæmt spálíkaninu er talið líklegt að staðan á gjörgæsludeild haldist óbreytt þar til í upphaf næsta mánaðar. Svartsýn spá líkansins er sú að allt að ellefu einstaklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 á þeim tímapunkti en sú bjartsýnasta að þeir verði tveir. Hætta á örmögnun starfsfólks Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Már Kristinsson, formaður farsóttanefndar spítalans, sendu heilbrigðisráðherra minnisblað um stöðuna á spítalanum á mánudag. Staðan á gjörgæslunni er þeirra helsta áhyggjuefni: „Í dag, 15. ágúst, er umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala við ystu mörk og eru gjörgæsludeildir spítalans ekki í stakk búnar að taka við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar,“ segir í minnisblaðinu. Ástæðan sé skortur á fagfólki en eins og hefur verið fjallað um leita stjórnvöld nú leiða til að fá fleira fagfólk í vinnu á gjörgæsludeildunum. „Spálíkan HÍ og LSH og reynsla fyrri bylgja bendir til þess að álag á gjörgæslur eigi eftir að vara í a.m.k. næstu 2-3 vikur og hugsanlega aukast. Þetta eykur hættuna á því að upp komi aðstæður þar sem spítalinn getur ekki sinnt öllum gjörgæslusjúklingum. Örmögnun starfsfólks, sérstaklega á gjörgæslum er einnig raunveruleg hætta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Líkleg spá um innlagnir á gjörgæslu gerir ráð fyrir að 5-6 gjörgæslusjúklingar verði inniliggjandi alveg fram til upphafs september, þannig að jafnvel þótt daglegum smitum fjölgi lítillega er gert ráð fyrir svipuðu umfangi á gjörgæslu. 25 sjúklingar liggja núna á Landspítala með COVID. 20 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur er óbólusettur. Á gjörgæslu eru 5 sjúklingar og eru 3 þeirra bólusettir. Fjórir gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 79 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Samkvæmt spálíkaninu er talið líklegt að staðan á gjörgæsludeild haldist óbreytt þar til í upphaf næsta mánaðar. Svartsýn spá líkansins er sú að allt að ellefu einstaklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 á þeim tímapunkti en sú bjartsýnasta að þeir verði tveir. Hætta á örmögnun starfsfólks Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Már Kristinsson, formaður farsóttanefndar spítalans, sendu heilbrigðisráðherra minnisblað um stöðuna á spítalanum á mánudag. Staðan á gjörgæslunni er þeirra helsta áhyggjuefni: „Í dag, 15. ágúst, er umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala við ystu mörk og eru gjörgæsludeildir spítalans ekki í stakk búnar að taka við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar,“ segir í minnisblaðinu. Ástæðan sé skortur á fagfólki en eins og hefur verið fjallað um leita stjórnvöld nú leiða til að fá fleira fagfólk í vinnu á gjörgæsludeildunum. „Spálíkan HÍ og LSH og reynsla fyrri bylgja bendir til þess að álag á gjörgæslur eigi eftir að vara í a.m.k. næstu 2-3 vikur og hugsanlega aukast. Þetta eykur hættuna á því að upp komi aðstæður þar sem spítalinn getur ekki sinnt öllum gjörgæslusjúklingum. Örmögnun starfsfólks, sérstaklega á gjörgæslum er einnig raunveruleg hætta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira